30.10.2009 | 18:52
Fábjánaháttur
Af hverju þarf svona fáranleiki alltaf að bitna á skattborgurum eða þá vönum rjúpnaskyttum, til hvers er ekkert sem heitir björgunarsveitartryggingar?
Þetta er þannig að óvanir menn fara á heiðarnar ílla útbúnir og láti sem ekkert sé þótt þeir týnist því þeir hafi á á bakvið eyrað að það verði leitað af þeim ef þeir týnast.
Með öllum tilheyrandi kostnaði þá kostar flugtíminn á Super Puma þyrlunni hjá Landhelgisgæslunni um 380 ti 400 þúsund krónur og fyrir hvert útkall þarf minnst sex menn, síðan fyrir utan fjölda björgunarsveitarmanna á jörðu niðri.
Er ekki tími til að skoða þetta rugl og láta menn setja fram tryggingu áður en farið er í ferðina.
Rjúpnaskyttuleit á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Friðrik Friðriksson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Friðrik, get ekki verið meira sammála, þetta er algjört rugl, það eru alskonar menn sem halda út á veiðar og eru illa búnir og jafnvel vita ekkert hvað þeir eru að fara út í, þessa menn þarf að sekta svo þeir læri af sínum mistökum!!
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2009 kl. 19:04
Sæll Guðmundur
En ætli þetta sem ég skrifaði sé bara ekki gömul tugga því það vita þetta allir, en það sem er furðulegast að það er ekkert gert í þessu þótt þetta gerist á hverju ári.
Friðrik Friðriksson, 30.10.2009 kl. 19:26
Hmmm bíddu hvernig ætti að standa að þessari tryggingu nákvæmlega og ætti þetta ekki þá að ganga yfir alla sem hætta sér út fyrir bæjarmörkin? Ég held að þetta sé ekki alveg nógu ígrundað hjá þér vinur, ég er með aðra lausn- allt bannað, vélhjól, sleðar fjórhjól, m&m og sjampo með meira en 5,5 hp gildi! ... allir með sömu klippinguna og klæddir í gráann ríkisfatnað ! ;-)
Eyþór (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:54
Sammála Eyþóri, ég spyr ámóti þar sem ég sé að höfundur er áhugamaður um flug. hver á að sækja áhuga flugmann og kannski farþega þegar að þeir hrapa einhverstaðar í fjöll? ég veit ekki betur en að það hefur komið upp þó nokkrum sinnum að vélar hafa bílað og menn hafa þurft að nauðlenda, sem betur fer með góðum árangri. En þegar að hlutirnir ganga ekki upp hver sækir þá flugmanninn sem var að sinna áhugamáli sínu? Þetta má líka heimfæra á menn sem eiga trillur ofl. ég er reyndar sammála að menn verða hugsa og vera rétt búnir en það getur alltaf komið upp atvik sem menn ráða ekki við.
Það er mjög auðvelt að sitja heima og horfa á boltann og gagnrýna fólk sem lendir í þessu(og stundum á það rétt á sér) en ég held að almennt er þetta ekki ætlun manna.
Mbk,
Sveinn
Sveinn (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.