Gjörsamlega fyrir neðan allar hellur

Að sjálfsögðu verður það vandasamt fyrir þingmenn að fjalla um samninginn ef leyfið fæst ekki,þá verður einfaldlega þessi gjörningur ekki samþykktur á alþingi.
Icesave lánið hefur hækkað um sjötíu milljarða króna síðan það var undirritað fyrir 12 dögum...70 MILLJARÐA!!! og ekkert bólar á styrkingu krónurnar þrátt fyrir miklar aðgerðir.

Það á að fara semja uppá nýtt því þetta er vitaskuld gjörsamlega fyrir neðan allar hellur.


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér blöskrar svo tilhugsunin að íslenskum stjórnvöldum þurfi að láta segjast að birta verði samninginn fyrir þingmönnum.

ÞARF AÐ SEGJA ÞEIM ÞETTA!!!!

Svo biðja (biðja!!!) þeir Breta og Þjóðverja hvort þeir megi (megi!!!) birta samninginn þingmönnum.

ÞEIR ÞURFA AÐ GERA ÞESSUM GUTTUM LJÓST AÐ ALLIR SAMNINGAR VERÐI UPPI Á BORÐUM ÞEIM SEM BORGA EIGA TIL SKOÐUNAR. ÞAÐ ER EKKI SAMINGSATRIÐI.

Það virðast engin takmörk fyrir undirlægju hætti íslenskra stjórnvalda og vesælmennskunni. Engin furða að Bretar og Þjópverjar hafi enga virðingu fyrir þessu liði. Þetta eru linkindur og lúffarar. Engin reisn.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 15:09

2 identicon

Icesave-samningurinn: Fullur af gildrum breskra lögspekinga?

Icesave-samningurinn við Breta er einhliða nauðasamningur, fullur af gildrum breskra lögspekinga, faldar í óvenjuerfiðu ensku lagamáli. Ísland afsalaði sér þjóðréttarlegri stöðu sinni með samningum.

Þessu heldur Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og útflytjandi, fram og vitnar í heimildarmenn sína í íslenska kerfinu.  Orðrétt segir Ívar:

„Fólk djúpt innan kerfisins sem þekkir til Icesave- bardagans, staðfestir að þetta er einhliða nauðasamningur. Nú þegar greinar hans birtast lögspekingum kemur í ljós að allt morar í gryfjum gegn Íslandi. Gryfjurnar eru faldar í óvenju- erfiðu ensku lagamáli. Helst þar má nefna afsal Íslands á þjóðréttarlegri stöðu sinni, þar sem Bretum tókst að færa málið úr þjóðarétti, samningum á milli þjóða, yfir í breskan einkarétt. Lögsagan yrði í raun bresk, í stað þess að vera þjóðréttarleg. Þetta er gert með því að draga íslenska ríkið inn í einkaréttarsamninga á milli banka og tryggingarsjóðsins, sem er einkaaðili. Fyrir vikið missir íslenska ríkið flestan þann rétt og þá stöðu sem fyrir hendi er í dag í þessu máli. Nær ómögulegt yrði að koma viðhlítandi vörnum við frá okkar hendi. Mál þessi fengjust ekki rædd t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem um einkarétt yrði að ræða. Mál með rakinn rétt Íslands yrðu að engu með afsalinu stóra.“

Ívar segir að vegna þessa fái Bretar í raun ýmsar eignir íslenska ríkisins að veði ef greiðslubrestur verði á samningnum. Þannig gætu Bretar í raun gengið að ýmsum eignum fjármálaráðuneytisins sjálfs.

„Breska ríkið setti raðir lögfróðs fólks, sérfræðinga í það að semja hverja grein samningsins. Hér er mjög undirmannað og eðlilegir umsagnaraðilar fá hvorki samninginn né þá ráðrúm til þess að skoða hann. Brotið er á grundvallarrétti manna með þessari samningagerð. Maður ber ekki ábyrgð á gjörðum annarra nema að maður hafi skrifað undir slíka ábyrgð.“


Ívar segir samninginn bera augljós merki þess að vera einhliða gjörningur breska ríkisins...

„...nauðungarsamningur sem íslenska samninganefndin telur sig hafa orðið að verða við vegna stjórnmálalegs þrýstings, í stað jafnhliða samnings á milli þjóða. Þrýstingurinn að ljúka málinu er svo mikill að augljóslega varð djöfullinn eftir í smáatriðunum.“

(Forsíðugrein á Pressan.is 16.06.)

anna (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Friðriksson

Höfundur

Friðrik Friðriksson
Friðrik Friðriksson
Er Keflvíkingur.

 

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...051_1140111
  • ...ni_2008_051
  • ...051_1140109
  • ...ni_2008_051
  • obama.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband