kemur ekkert á óvart

Þessi yfirlýsing frá Flugmálastjórn kemur manni ekkert á óvart,en manni blöskrar þessari afneitun gagnvart Landsambandi Slökkviliðsmanna.

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hefur verið margverðlaunað af Bandaríska hernum  svo árum skiptir fyrir dugnað og viðbragsflýti,þarna labba menn ekkert inn og fá vinnu!,þarna eru kröfur sem menn þurfa að standa,þessi vinnustaður er gamalgróinn og sumir hafa unnið með hvor öðrum í tugi ára.Aldrei heyrðist kvartarnir eða slíkt á meðan Slökkviliðið var undir Bandaríska hersins,enda þurfti þess ekkert.Þarna þekkist ekki að nýjir menn byrja í hverjum mánuði eða slíkt og hefur aldrei verið.Slökkvilið vann ávalt gegn ákveðnum vissum reglum á vegum hersins og þær hafa skilað sér svo vissulega að menn fengu líka hrós fyrir það sem þýðir bara eitt "skemmtilegur vinnustaður".

Yfirmenn Flugmálastjórnar ættu að leita sér að annari vinnu sem halda að það sé allt í besta lagi á vellinum hvað öryggi varðar á Keflavíkurflugvelli.

Það er umhugsunarvert ef þeir hjá Flugmálastjórn gera lítið úr vinnu slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli hvað öryggi varðar,ef skilningur væri til staðar hjá Flugmálastjórn þá væri þessi yfirlýsing hjá Landsamband Slökkviliðsmann ekki í fjölmiðlum.

Hvaða skúrk er verið að verja hjá Flugmálastjórn í þessu! 


mbl.is Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli vísar ásökunum LS á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þér, þetta er til háborinnar skammar. En við erum jú í 7.000 milljarða mínus með allt niðrum okkur samkvæmt seðlabankastjóranum. Þetta á ekki eftir að lagast hjá slökkviliðinu frekar en spítalamálin og allt hitt sem er rekið á lágmarksmannskap og fjárlögum. Krossum okkur fyrir því að það verði ekkert alvarlegt flugslys á vellinum.

nei (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Já þessi svokallaði OFUR Spítali virðist ekki einu sinni komin á borðið hjá arkitektum landsins,milljarða salan á Símanum virðist ætla vera mönnum erfitt hvernig eigi að ráðstafa þeim. Þetta er ótrúlegt hvað þetta varðar.Það sem mest er þörfin virðist vera ansi erfitt að koma í framkvæmd eða þá enginn vill taka ábyrgð á,sem er reglulegt hjá ráðherrum landsins.Breikkun Vestulandsvegar og Suðulandsvegar er eitt dæmið og síðan en ekki síst hinn blessaði flugvöllur í Vatnsmýrinni.Blaðrið um þessi stóru mál koma reglulega upp og síðan er það gufað upp á 2 dögum.Stjórnvöld virðast finna dýrustu verkfræðinga í heimi til að meta hvað hraðalest til Keflavíkurflugvallar kosti.

Af hverju er ekki fyrirtæki til á íslandi eins og Spölur gerði á sínum tíma með Hvalfjarðagöngin og tekið að sér þessa framkvæmd,rukkað 1000 kr aðra leið í innanlandsflugið til Keflavíkur og látið Vatnsmýrina blómstra í staðin.

Bændur biðu árum saman eftir símastaurum á bæji sína snemma á síðustu öld,og einn þeirra var búinn að bíða lengi og sagði "þarf ég að láta fræ í jarðvegin til svo símasamband komist til mín"

Friðrik Friðriksson, 7.11.2007 kl. 04:15

3 identicon

Veit bara að þeir eru búnir að loka stöðvum sem þeir voru áður með opnar þarna og búnir að segja upp fullt af liði svo að það er ekki sjón af mönnum sem áður var.  Held að þeir séu engan vegin til slaks tilbúnir ef eitthvað kemur upp á.  Veit ekki hvort að herinn tók allan búnaðinn sinn líka en ég held að þeir hafi haft afnot af honum þegar að þeir voru þar.  Frekar skítamál allt saman.  Veit að þegar að niðurskurður var þarna þegar að herinn var að fara þá var frekar leiðinlegt andrúmsloft þarna oft á tíðum, og þá á ég við, engin vissi hver var að fara og hver ekki.  Og núna geta þeir varla unnið vinnuna sína af sökum þess að þeir hafa hvorki vinnuafl né tækjabúnað ef ég skil þetta rétt.

Inga (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 04:36

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Til að bæta við að til  hvers vitnar Flugmálastjórn á aðra flugvelli í nágrannalöndum okkar hvað flugumferð varðar?
Það skal hafa í huga að þessi svæði sem þeir nefna í Noregi,og Danmörku eru mikið minni heldur en Keflavíkurflugvöllur er, og allt annað verkskipulag hvað því varðar.
 þá er íslenska Flugumferðasvæðið það stærsta í heimi og vissulega þarf að fylgja því.
Það ber í huga að flugmumferð á Keflavíkurflugvelli hefur aukist gífurlega síðustu ár,og flugvélar á vegum Bandaríska hersins var orðin lítill partur af því síðustu árin.Veðrið Miðnesheiðinni getur verið allsvakalalegt að það megi líkja það við fárviðri oft á tíðum,svona miklir veðurofsar þekkjast ekkert í Noregi,Danmörku og þótt viða væri leitað.

 það er eins og það meigi túlka þessa yfirlýsingu frá Flugmálastjórn að slökkviliðsmenn á vegum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli höfðu það
of gott í öll þessi ár!,hvernig stendur á þessu?
Af hverju kraumar öll þessi leiðindi!

í Yfirlýsingunni stendur 

"Auk þess annast slökkviliðsmenn þar ýmis önnur störf jafnhliða, svo sem snjómokstur, viðhald og jafnvel flugafgreiðslu


Það vita allir sem hafa unnið hjá slökkviliðs deild eða snjóruðningsdeild á Keflavíkurflugvelli að þessi yfirlýsing er kjaftæði!
báðar deildir unnu við þessi störf.

Og síðan er flugafgreiðsla ekki í þeirra verkahring,það er á vegum flugþjónustu sem Bandaríski herinn gerir samning við,það hafði IGS gert undafarin ár.
Það gjörsamlega fáranlegt af Flugmálastjórn að nefna þetta í þessari yfirlýsingu,og tilgangurinn með því skil ég ekki.

Það er forgangsatriði að hafa brautinar opnar allan sólarhringin og "öryggið í lagi"sem var einkunarorð Snjóruðingsdeildarinar á Keflavíkurflugvelli í öllum veðrum og stormum á Miðnesheiðinni.

Það á ekki að líðast að fjársvelta Slökkvilið eða aðra sem koma að öryggi alþjóðaflugvölls sem er opin allan sólarhringinn í miðri Atlandshafinu,Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli gerir vonandi eflaust góða hluti í framtíðinni,en svona mikilvægan ágrening þarf að laga sem fyrst,háttsettir yfirmenn innan Flugmálastjórnar eiga ekkert að koma fram eins þeir séu vel sjóaðir í að reka alþjóðaflugvöll,það hafa þeir aldrei gert.

Síst af öllu þarf enga háttsettan fábjána innan Flugmálastjórnar til að ákveða mikilvæg öryggisatriði sem snýr að almenningi á alþjóðaflugvelli,svoleiðis maður með öllu óhæfur og er best geymdur innandyra.

Friðrik Friðriksson, 7.11.2007 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Friðriksson

Höfundur

Friðrik Friðriksson
Friðrik Friðriksson
Er Keflvíkingur.

 

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...051_1140111
  • ...ni_2008_051
  • ...051_1140109
  • ...ni_2008_051
  • obama.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband