2.6.2011 | 14:43
17 hundar í Subaru Station bíl....halló!
Mikið óskup er það undarlegt að það sé engin reglugerð til um það hversu marga hunda má eiga og hvernig má það vera að einstaklingur skuli mega vera með 17 hunda og troðið þeim í Subaru Station bíl! þetta er einfaldlega "Dýragarður á 4 hjólum"
Datt henni kannski í hug að vera kerru aftan í bílnum og hafa 10 hunda í kerrunni því fjöldin var kannski of mikill í Subaru bílnum.
Það verður að fara skoða þessa reglugerð svo mikið er víst.
Hræðileg lífsreynsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Friðrik Friðriksson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt bæklingnum þá komast 18 hundar í einn Subaru Station bíl.
Óli minn, 3.6.2011 kl. 00:50
Já, en þá er ekki pláss fyrir ökumanninn, Óli minn.
Einar Örn Gissurarson, 3.6.2011 kl. 01:42
Ökumaðurinn er að sjálfsögðu hundur
Hörður Einarsson, 3.6.2011 kl. 01:46
Hvernig skyldi nokkrum manni detta í hug að vera með svo marga hunda, það er ekki nóg að sópa þeim upp í bíl fara með þá eitthvað til að hlaupa,hundar þurfa mikla umhirðu og athygli eiganda heima við. Ef eitthvað er til í landinu sem heitir dýravermd þá ættu þeir að skoða lögin í kring um dýrahald. Ég veit um heimili sem heldur 30 ketti, er þetta nokkurt vit?
Sandy, 3.6.2011 kl. 07:11
Ótrúlegt mál... ég veit það fyrir víst að þessi sama kona, selur grimmt á Barnalandi.. hunda sem eru orðnir svo innræktaðir að það er ógeðslegt... Þessi manneskja á ekki að hafa leyfi til að vera með dýr - það sem hún á eftir ólifað. Og það vantar mjög ströng lög yfir það hve mörg dýr má halda per. heimili.. Ekki sjens að dýrin fái þann aðbúnað sem þau ættu að fá.. Vonandi verða hundarnir teknir af henni og verði fylgst betur með henni í framtíðinni
Kristín (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 07:59
Ætli þetta séu ekki einhverjir smávaxnir "mottuhundar"?
Þeir eru oft verstir með að bíta.
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 08:30
Það er hægt að koma 55 köttum og 35 kettlingum í 45 fermetra íbúð. HSem mér finnst algjör snilld! Svo býr kona þarna líka sem segir að henni finnist svo vænt um ketti og ætlar að fá sér fleiri...það er eitthver rannsókn í gangi hvort hún geti séð um kettina því hún er oftast kengfull....
Óskar Arnórsson, 3.6.2011 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.