23.2.2010 | 06:57
Erum sakamenn og fyrirlitnir í augu Breta og Hollendinga.
Fjárkúganir Breta og Hollendinga virðast ætla halda áfram í þessu ömurlega máli og ruglið heldur bara áfram,síðasta útspil Breta og Hollendinga er hreinasta niðurlæging og það virðist sem þessar 2 þjóðir líti á íslendinga sem sakamenn í þessari milliríkjadeilu og hika ekki við að beita viðbjóðs hótunum í garð íslendinga og nota AGS sem vopn gegn landinu og beita sér gegn fyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum og Póllandi og öll uppbygging stöðvast útaf þessum árásum og kúgunum Breta og Hollendinga.
Að vísu getur ríkisstjórn íslands bara unnið að einu máli í senn og látið allt hitt til hliðar, það er aðgerðir heimilanna og fleirra...ótrúlegt!
Svo er það með ólíkindum að Bretar skuli geyma enn 200 milljarða afborganir til Landsbankans á vaxtalausum reikningi og af hverju í óskupunum hefur ríkisstjórnin ekki gert neinar harkalega athugasemdir gagnvart þessum gjörningi Breta!
Maður vitnar til orða Jón Daníelsson hagfræðiprófessorinn en hann sagði meðal annars á að upphæðin sem Íslendingar gætu þurft að greiða samsvari því að Bandaríkin myndu skuldbinda sig til að greiða, miðað við höfðatölu, 5,6 trilljónir dollara og Bretar 700 milljarða punda. Fær hann ekki séð að þessar þjóðir myndu taka á sig slíkar byrðar, jafnvel við bestu kringumstæður.
Það er með öllu óskilljanlegt af hverju geta ekki háttsettir ráðamenn innan
Evrópusambandsins og víðar í Evrópu opnað helvítis augun og séð að þessar gjörningar skuldir sem eru lagðar á 300.000 manna litla eyju í Norður Atlantshafi er ekki að ganga upp!
Bretar og Hollendingar hafa hegðað sér eins og börn í sambandi við allt þetta Icesave mál og hika ekki að halda þessum svívirðilegum árásum áfram.
![]() |
Telja of mikið bera á milli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Friðrik Friðriksson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Friðrik
Það er ekkert skrítið að bresk og hollensk stjórnvöld telji okkur sakamen því ráðamenn okkar gera ekkert annað en að láta líta svo út ,þeir vilja að við tökum á okkur þjófnað eigenda landsbankans.
Ef það væru eins og sagt er heiðvirt fólk innan þingheims þá væri búið að fara í mál við Breta vegna hryðjuverkalagana ,en nei við höfum engan heiðvirtan né réttlátan þingmann sem lætur vita af sér og segir nei. Nei við höfum bara spillta þingmenn og ráðherra sem eru að reina að klóra yfir skitin hjá sjálfum sér og ættingjum og vinum þjóðin er saurinn undir fótum þeirra þannig pakk er á þingi.
Jón Sveinsson, 23.2.2010 kl. 08:11
Sæll Jón já ég er svo sannarlega sammála þér í öllu þessu sem þú skrifar en spilling innan þingheims er nú sér Kapítuli fyrir sig og svo gjörsamlega rotið að fólki ofbýður þetta, ég ætlaði ekkert að hafa mína grein langa en ég ætlaði að bæta þessu inn í sem þú skrifaðir en ég hætti við það því það er af nógu að taka svo sannarlega.
Friðrik Friðriksson, 23.2.2010 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.