Færsluflokkur: Bloggar
2.6.2011 | 14:43
17 hundar í Subaru Station bíl....halló!
Mikið óskup er það undarlegt að það sé engin reglugerð til um það hversu marga hunda má eiga og hvernig má það vera að einstaklingur skuli mega vera með 17 hunda og troðið þeim í Subaru Station bíl! þetta er einfaldlega "Dýragarður á 4 hjólum"
Datt henni kannski í hug að vera kerru aftan í bílnum og hafa 10 hunda í kerrunni því fjöldin var kannski of mikill í Subaru bílnum.
Það verður að fara skoða þessa reglugerð svo mikið er víst.
Hræðileg lífsreynsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.5.2011 | 11:34
Það er rétt hjá Ferguson
Það er rétt hjá Ferguson að hafa góða miðju var það mikilvægast í þessum leik, það hlýtur að vera afskaplega erfitt að fyrir kallinn að velja í leikmannahópinn því allt eru þetta frábærir leikmenn en samt skrítið að þurfa sleppa því að velja Berbatov í hópinn en eflaust hefur það breytt littlu því United áttu ekki góðan dag og voru á köflum yfirspilaðir af besta liði heims, Barcelona.
Það er ekki nóg að hafa 2 frábæra framherja inná vellinum þegar allt liðið er í basli og er ekki að sýna sína bestu hliðar allan leikinn.
Það er alltaf gott að vera vitur eftir á en Barcelona var einfaldlega miklu betri í þessum leik.
Ferguson: Erfitt að skilja Berbatov eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.5.2011 | 18:44
Timburmannapar...er þetta eitthvað grín!
Ég gúgglaði "Timburmannapar" því ég vildi að vita hvaða kvikmynd þetta væri sem þeir væru að kynna en ég fann bara ekki neina mynd sem heitir þessu nafni.
En þetta er að sjálfsögðu kvikmyndin Hangover: Part II.
Það var sem sagt ekki hægt að hafa fyrirsögnina einfaldlega:
"Aska tafði leikara Hangover: Part II"
Er þetta kannski sami þýðandinn sem þýddi myndina Hotel Rwanda sem "Negrahótelið" á kvikmyndasíðunni http://www.imdb.com
Það væri gott þessum fávitaskap væri hætt.
Aska tafði timburmannapar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2011 | 00:14
Ekki er það skárra hér á landi
Ég hef aldrei skilið það af hverju fólk hefur alltaf kvartað yfir háu bensínverði í USA og það hefur aukist núna undafarið.
Fyrir $3.90 til 4.00$ dollara fær kaninn fyrir 1 gallon sem er 3.78 lítarar, það gerir þá 453kr fyrir sirka 4 lítra.
Líterinn þarna úti kostar þá um 110 til 112 ísl kr en hérna á klakanum kostar hann núna um 239kr
Er kaupmáttur venjulegs verkamanns í USA ekki betri en venjulegs verkamanns hér á íslandi?
Getur einhver svarað því?
Eldsneytisverðið lamar efnahag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2011 | 18:05
Þetta gerist á hverju degi.
Mikið óttalega er gert mikið mál út úr þessu en svona atbuðir gerast á hverjum degi út um allan heim en þarna er farið út í öfgar og atburðurinn birtur á öllum netfrétta síðum.
FAA lýstu því yfir að flugvélarnar hafi ekki verið í neinni hættu en samt er þetta blásið upp sem einhver stórfrétt!
Þetta er furðulegur andskoti.
Forsetafrúin ekki í bráðri hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2011 | 21:20
Er ennþá von fyrir Arsenal!
En hið rétta er að United náði stigi gegn Newcastle
En mikið agalega hefur Arsenal klúðrað ef svo má segja síðustu leikjum sínum en það er samt ennþá möguleiki fyrir þá í baráttunni um titlinn.
Arsenal hefur tapað 17 stigum á heimavelli á þessu seasoni á meðan United hefur einungis tapað 2 tveimur stigum á heimavelli og þarna liggur munrinn og varla er þetta sættanlegt fyrir lið sem ávalt hefur verið í toppbarráttunni.
Newcastle náði stigi gegn United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2011 | 17:59
Auðvitað hækka þeir hér...
en þeir hafa væntanlega vitað að lækkun væri yfirvofandi á heimsmarkaði en þá fara þeir auðvitað hina leiðina hér og hækka bensínið um 3kr, þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist.
Hver eru rökin yfir þessari hækkun?..getur enginn komið úr röðum olíukóngana komið með þvætting og bull um ástæður þessara hækkana.
Olíuverð lækkaði um rúm 3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2011 | 14:47
Enn og aftur kúgunarbrögð og hótanir.
Wouter Bos, fyrrverandi fjármálaráðherra Hollands og síðan þessi Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands virðast kunna bara eitt bragð að það er að hóta og hóta og beita kúgunarbrögðum.
Svona ógéðfeldar aðgerðir munu seint gleymast á íslandi...svo mikið er víst.
ESB-aðild Íslands háð lausn Icesave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2011 | 15:49
Hvernig er þetta hægt?
að fá á sig 20 mörk í fyrri hálfleik! og ballið er bara hálfnað!
Hvað í óskupnum gerðist eiginlega?...maður á ekki orð!!!
Hræðilegur fyrri hálfleikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2011 | 19:56
Er frumvarpið á leiðinni?
Það er gott að heyra að töluverður árangur hafi náðst enda borga heimlin og fyrirtækin reikninginn.
En burt séð frá því en það hlýtur að vera á leiðinni frumvarp um afnám verðtryggingarinnar því þann 16. febrúar 2009 sagði Steingrímur J. Sigfússon á borgarafundi að hann vildi afnema verðtryggingu.
Núna er ársverðbólgan nú um 2,5 prósent sem var verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands og þetta hefur tekist.
Núna gott fólk er komið að því "verðtryggingin verður aflögð"...eða kannski er þetta bara vitleysa því Steingrímur J sagði þetta 16. febrúar 2009 og Alþingiskosningarnar voru 25. apríl 2009....
Þetta kannski stemmir.
Ísland hefur náð töluverðum árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Friðrik Friðriksson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44722
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar