Einn stór Sirkhús

Það er akkurat svona Sirkhús sem þjóðin þarf ekki á að halda við núverandi aðstæður.
Framsóknarmenn eru allt í einu komnir í lykilstöðu í þessari stjórnarmyndun!,þetta er hreinasta kjaftæði.
Sigmundur Davíð segir "Það verði ekki af þessu neitt fjárhagslegt tjón eða fjárhagsleg áhætta sem muni þá lenda á næstu ríkisstjórn."
Framsókn átti hlut á þessu stórkostlega tjóni sem þjóðin er sökkin í og varla getur það orðið verra.

Það er spauglegt að sjá hvað Framsóknarmenn setja sig á háan hest í þessum viðræðum,þótt flokkurinn mælist vel í skoðurnarkönnunum núna þá er þetta alveg fráleitt frá flokki sem varla mældist í skoðurnarkönnunum hér fyrir 3 vikum eða svo.

Sigmundur Davíð er óskrifað blað í stjórnmálum á Íslandi en að sjálfsögðu var það gott fyrir flokkinn að hreinsa hjá sér og þó það nú væri.
Það eru samt ýmsir draugar þar ennþá og eflaust hafa þeir áhrif á stjórnarmyndunar viðræðurnar.

Það væri bara best að stofna nýtt Lýðveldi og nýja stjórnarskrá,þetta flokkakerfi hér er barns síns tíma.
Í næstkomandi prófkjörum poppast upp örugglega sömu stjórnmála andlitin og bullið heldur áfram.
Og það sem er atyglisvert er að sjá hvað allir stóru stjórnamálaflokkarnir á Íslandi eru orðnir stór skaddaðir,fyrir utan kannski Vinstri Græna.
Vinstri Grænir hafa aldrei verið í Ríkistjórn svo þann flokk er ekkert að marka enn sem komið er.

Spillingin er orðin algjör.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er ekki um að gera að vanda sig við að skrifa þennan stjórnarsáttmála. Sem betur fer virðist Stjórnlagaþing vera að nást í gegn, svo þér verði að ósk þinni um nýtt Ísland.

Gestur Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gestur ekki snúa út úr....stj´rnlagaþing er komið í gegn.  Örflokkurinn vill meira...og meira...og meira...og meira...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Anna, Framsókn vill einfaldlega að þau skilyrði sem sett voru í upphafi séu uppfyllt. Ekkert annað og ekkert nýtt

Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Að sjálfsögðu verður stjórnarsáttmálin að vera í lagi...1.2 og 3.

En ef það sé svona mikill ágreningur,þá er annars gott að láta frændur okkar Dani og eða þá Norðmenn mynda bráðabirgða stjórn fyrir okkur.

Þetta er að koma út í þá leið að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi séu vanhæfir til að gera nokkurn skapaðan hlut hérna á landinu.

Friðrik Friðriksson, 31.1.2009 kl. 01:21

5 identicon

Vissi Framsóknarflokkurinn ekki hvað þessir flokkar tveir standa fyrir þegar loforðið var gefið. Skilyrðin voru bjánaleg frá upphafi, þar sem báðir flokkar voru búnir að lýsa sig sammála þeim áður. Að ímynda sér að þessir tveir flokkar ætli í ríkisstjórn til að framkvæma tillögur Framsóknar, er kanski pínulítið barnalegt. Hugsað menn ekki skýrt í Framsókn? Best er að rjúfa þing, utanþingsstjórn og leyfa þjóðinni að kjósa strax. Þetta lið er ekki að skilja stöðuna.

Doddi D (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 03:15

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kosningar voru einmitt eitt skilyrðanna

Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Friðriksson

Höfundur

Friðrik Friðriksson
Friðrik Friðriksson
Er Keflvíkingur.

 

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...051_1140111
  • ...ni_2008_051
  • ...051_1140109
  • ...ni_2008_051
  • obama.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband